Leita í fréttum mbl.is

Kærkomin fordæming

Það var mikill léttir að heyra fordæmingu utanríkisráðherra á framferði Ísraelsmanna í hádegisfréttum RÚV áðan. Ekki síst eftir dapurlegt viðtal við menntamálaráðherra um sama málefni fyrr í fréttatímanum.

Ingibjörg Sólrún gerði akkúrat það sem utanríkisráðherra sjálfstæðrar þjóðar á að gera; fordæmdi skilyrðislaust atferli Ísraelsmanna. Hún, eins og segir í orðsendingu hennar, "fordæmir innrás Israelshers á Gazaströndina sem getur aldrei annað en beinst að saklausum ibúum sem eru varnarlausir, innilokaðir og hafa skipulega verið sviptir aðgangi að nauðþurftum. Svo harkaleg beiting aflsmunar setur þà kröfu á herðar alþjóðasamfélaginu að ganga á milli og senda friðargæslulið inn á svæðið. Utanrikisráðherra harmar afstöðuleysi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna", segir loks í orðsendingunni. Það eru einmitt Bandaríkin sem koma í veg fyrir fordæmingu Öryggisráðsins á herför Ísraelsmanna.

Steingrímur J., formaður VG, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið um ástandið í Palestínu. Vonandi verður af þessum fundi og vonandi geta þá fulltrúar Samfylkingar og VG tryggt þá afstöðu nefndarinnar sem sómi er að.

Í lokin: Sennilega hefur hugmyndafræðilegt gjaldþrot sjaldan opinberast jafn rækilega og í orðum Þorgerðar Katrínar, þar sem hún lagði að jöfnu baráttu undirokaðrar og blásnauðrar þjóðar og stríðsrekstur eins mesta herveldis heims. Og eins og þjónkuninni við Ísrael sæmir gerði hún það að meginatriði að Hamas hefði ekki viðurkennt Ísraelsríki. Spyrja má; hefur sú krafa verið sett fram að Ísraelsríki viðurkenni Palestínu? Gæti það hugsanlega breytt einhverju í stöðu mála á svæðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andstyggð er að heyra þetta, Haukur! Varstu að níðast á barninu? Að þú skulir ekki hundskammast þín......

Baldur Hermannsson, 4.1.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Ég fékk aldrei svona slæma einkunn hjá honum. Kannski ertu bara ekki nógu góð Sigrún. En í alvöru talað eru viðbrögð Sjálfstæðismanna þeim bara til minnkunar og auglýsa kanasleykjutaktana enn frekar.

 Auðvitað eigum við að slíta stjórnmálasambandi við drápsvélina.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.1.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband