Leita í fréttum mbl.is

Ritskoðun eða ritstjórn

Einhverjir vilja sjálfsagt kalla þessi breyttu vinnubrögð hjá moggablogginu tilraun til ritskoðunar. Mér finnst persónulega að hér sé um löngu tímabæra tilraun til ritstýringar að ræða. Það hefur gerst æði oft að hann beinlínis gengur yfir mann óhróðurinn sem fram kemur í athugasemdum bloggheima, í skjóli nafnleyndar. Þeir sem ekki þora að standa við skoðanir sínar undir nafni verða bara að herða upp hugann, koma orðavalinu í lag og koma fram með okkur hinum sem viljum eiga vitrænar samræður um menn og málefni. Reyndar er líka tímabært að Eyjan taki upp svona reglu; subbuskapurinn í athugasemdunum þar gengur á tíðum út yfir alla þjófabálka.
mbl.is Fréttablogg og nafnleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þú þarft ekkert að vera skráður inn hjá blog.is til að láta óhróðurinn ganga yfir þig...

Þarna er verið að láta dónaskap nokkurra einstaklinga á blogginu sem blogga nafnlaust.. bitna á öllum.

Aldrei hef ég verið með skítkast eða ómálefnalegar árásir hvorki á mínu bloggi né öðrum. Samt sem áður hef ég nú verið útilokaður bæði frá að blogga við fréttir .. sem og að birtast í t.d "ný blogg" á blog.is.

Fólk getur haft margar ástæður fyrir því að blogga nafnlaust. Það er ekki bara til þess að geta verið með skítkast undir dulnefni. Það er fjarri lagi. 

ThoR-E, 5.1.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: ThoR-E

Einstaklingar þurfa ekki að vera skráðir inn hjá blog.is til að láta óhróðurinn ganga yfir þig, átti þetta að vera.

Og ef ég má bæta við.. að sumir af vinsælustu bloggurunum á blog.is eru nafnlausir. Bloggið verður fátæklegra án þeirra.

Það er mjög einfalt fyrir blog.is að loka bloggum .. þar sem skítkast og dónaskapur undir nafleynd á sér stað.

Afhverju að láta þetta bitna á öllum??

ThoR-E, 5.1.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Já, Ace, svona verður þetta gjarnan; þeir sem ekki eiga það skilið gjalda fyrir misgjörðir annarra. Það kemur fyrir æ ofan í æ að maður hliðrar sér við að taka þátt í umræðum vegna þess að skítkastið og dónaskapurinn er í slíkum öfgum að það er beinlínis mannskemmandi að blanda sér í málið. En bara fyrir forvitnis sakir; hvers vegna skrifar þú ekki undir nafni?

Haukur Már Haraldsson, 6.1.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: ThoR-E

Ég gerði það lengi... skítkastið og óhróðurinn sem ég fékk á mína persónu bæði í gegnum síma og á netinu var of mikill.

Og þeir voru flestir undir fullu nafni.

Þannig að þetta er hálf einkennilegt eitthvað.... hvað snýr að mér allavega...

ThoR-E, 6.1.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: ThoR-E

Ég skrifaði reyndar um heit mál og umdeild...

En hvað með það... ég hef rétt á mínum skoðunum... eða ég hélt það allavega ;)

ThoR-E, 6.1.2009 kl. 13:52

6 identicon

Gott og vel.
Getur ritstjórn morgunblaðsins þá ekki a.m.k. sýnt fordæmi með því að birta Staksteina undir nafni?

Kristján Skúlason (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband