20.1.2009 | 14:39
Furðuleg áhersla á þessum degi
Þegar almenningur er í öngum sínum að velta fyrir sér fjárhagslegri framtíð, eigin og þjóðarinnar allrar, þá er gamalt gæluþingmál frjálshyggjunnar tekið á dagskrá Alþingis. Hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum. Ég gæti nefnt ýmislegt sem ætti meira erindi á dagskrá þingsins nú um stundir. En það er engu líkara en að sumir séu á einhverri allt annarri plánetu. Kannski af því þeim hefur verið bannað að líta út um glugga þinghússins til að sjá hvað úti fyrir er að gerast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Athugasemdir
Góðan dag; Haukur Már !
Hvílík hræsni; hver frá ykkur Samfylkingarmönnum kann, að koma. Veit ekki betur; en að þið, ásamt Framsóknarmönnum, séuð brjóstvörn frjálshyggjunnar, hér á landi, ásamt Haarde hyskinu.
Lítt; þér til sæmdar, þessi framsetning, Haukur Már.
Með afar snúðugum kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.