Leita í fréttum mbl.is

Ekkert lært, öllu gleymt

Það var uppörvandi að hlusta - og horfa - á Sigurð Kára í Kastljósinu í gærkvöldi. Það er þó að minnsta kosti eitthvað sem er stöðugt og óumbreytanlegt í lífinu, hvað sem líður efnahagslegum kollveltum og ólgu. Ráð Sigga Kára voru þau sömu og hann - og hinir frjálshyggjugaurarnir - hefur verið að gefa um nokkurt árabil: Skera niður í ríkisútgjöldum, leggja niður opinberar stofnanir. (Sinnti að vísu ekki spurningum um hvort það myndi ekki auka atvinnuleysi.) Alls ekki hækka skatta, bara skera niður opinbera þjónustu; heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið. Skatta á þá sem eiga peninga og/eða eru á hærri launum en meðaljóninn? Alls ekki, það eru ekki þeir sem eiga að leggja að mörkum til samfélagsins! Blessaður drengurinn; hefur tekist að komast í gegnum hamfarir undanfarinna missera með lokað og læst fyrir öll skilningarvit; ekkert lært og öllu gleymt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Þetta er gömul hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður hjðá Sigurði Kára. Þetta ætti nú kennarinn að þekkja og hafa kennt nemendum sínum að  menn verða að haga útgjöldum heimilisins eftir tekjunum. Þess vegna er eðlilegt að skera niður og hagræða hjá ríkinu. Í rekstur ríkisins fara auðvitað skattpeningarnir okkar og eðlileg krafa okkar er að gætt sé hagsýni við rekstur  þess og ráðstöfun fjármuna okkar. Það er alþekkt hvað ríkisbáknið hefur alls staðar tilhneigingu til þess að þenjast út og er íslenska ríkið þar engin undantekning meðal þjóða. Þetta er vandamál stjórnmálamanna víðast hvar þar sem það er óvinsælt að skera niður. Þetta verða þó heimilin að gera því þau hafa enga til þess að skattleggja til að fjármagna eyðslu sína.

Ég geri þá kröfu að það sé fyrst leitað allra mögulegra leiða til að skera niður kostnað hjá ríkinu áður en menn fara að tala um að skattpína mig frekar en komið er.

Það kemur samt ekkert á óvart að sósíalískir flokkar sem Samfylking og Vinstri grænir hafi uppi áform um hækkun skatta - það er gamalkunnur söngur þeirra og alþekktur = Pissa ís skóinn sinn ef manni er kalt. Því er það mér ekkert undrunarefni að "Samfylkingarmaður af sannfæringu", eins og þú kallar þig, skuli kyrja skattahækkunarsöng.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband