Leita í fréttum mbl.is

ESB = Sovétríkin?!

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar fara nú hamförum í blaðagreinum og bloggfærslum. Það er eins og með annað; sumar röksemdirnar byggjast á eðllegri tortryggni, aðrar á rakalausu ofstæku. Í gær hitti ég, í Kringlunni, gamlan vin frá því á árunum fyrir Samfylkingu og VG; við voru flokksbræður í Alþýðubandalaginu, meira að segja í sama arminum. Svo fór hann í VG og ég í Samfó. "Aldrei hefði ég greitt atkvæði með inngöngu í Sovétríkin," sagði þessi gamli félagi, "og mun aldrei greiða atkvæði með inngöngu í ESB." Sagðist ekki sjá þar mikinn mun á. Kannski stigsmun, en ekki eðlis.

Hvernig er hægt að rökræða við svona ofstæki? Halda menn virkilega að Eystrsaltsríkin hafi átt þá ósk heitasta að ganga í ný Sovétríki eftir að þau öðluðust sjálfstæði? Eða að gömlu austantjaldsríkin þrái það heitast að fá glata sjálfstæði sínu á nýjan leik í nýju Sovéti? Ætla menn að halda því fram að íbúar þessara landa séu upp til hópa aular sem ekki séu alveg að fatta þá frelsissviptingu og sjálfstæðistap sem þeir eru að kjósa yfir sig, þegar þeir kjósa sig inn í ESB nýsloppnir úr austantjaldsklafanum?

Það er eðlilegt að menn séu ósammála um svo veigamikið mál, en svona málflutningur er bara ekki boðlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mikið áttirðu góða vini hér á árum áður.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þarna er vissulega ekki alfarið um sanngjarna samlíkingu að ræða, en það eru engu margt líkt með þessu tvennu einkum hvað snýr að uppbyggingu og hugsunina að baki.

Sjá t.d.: http://www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Já Baldur, marga góða. Og á enn, þar á meðal þennan sem til var vitnað. En við erum ekki alveg eins sammála og við vorum hér áður fyrr.

Hjörtur; þetta er náttúrlega fjölþjóðlegt bandalag, en þetta er bandalag frjálsra og sjálfstæðra þjóða, sem hafa tekið um það ákvörðun að vinna saman til hagsbóta fyrir íbúa álfunnar. Við getum svo sannarlega gagnrýnt fjölmargt í starfsemi sambandsins, en þar er líka ansi margt sem gott er. Og ansi margt, sem t.d. verkalýðshreyfingin hér á landi hefur árangurslaust barist fyrir árum saman í kjarasamningum, hefur komið í íslensk lög frá Brussel.

Haukur Már Haraldsson, 3.5.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband