Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
2.7.2007 | 14:00
Stórkostleg ferð um Fjallabak syðra
Um helgina fór ég í fyrsta sinn í ferð um Fjallabaksleið syðri. Dagsetningin var ákveðin í apríl og öllu heppnari hefðum við ekki getað verið, þessi hópur sem þarna var á ferð. Þarna vorum við sem sitjum í stjórn Sigfúsarsjóðs ásamt Öddu Báru Sigfúsdóttur Sigurhjartarsonar. Hún varð áttræð á gamlársdag síðasta og þegar við sögðumst vilja halda henni veislu hryllti hún sig og sagðist vera komin með upp í kok af veisluhöldum; flestir vina hennar hefðu orðið áttræðir á síðasta ári og ekkert lát á veisluhöldum. Þegar hún var spurð hvað við gætum gert í tilefni áttræðisafmælisins sagðist hún eiga sér gamlan draum; að fara Fjallabaksleið syðri. Svo við í stjórninni ákváðum að fara með henni í slíka ferð.
Og hvílík ferð. Veðrið frábært, landslagið stórbrotið og margvíslegt. Reyndar munum við hafa verið fyrsti hópurinn sem fer þessa leið þetta sumarið, sem ekki var mjög leiðinlegt að frétta. Leiðsögumaðurinn okkar var Vigfús Gíslason, Þorlákshafnarbúi úr Skaftártungunum sem gengið hefur þarna þvers og kruss um dali og hálsa og eyðisanda, vissi allt sem vita þarf og miklu meira. Auk þess að vera skemmtilegur félagi.
Gistum svo aðfararnótt sunnudagsins á Hótel Laka í Landbroti. Ég sé raunar ástæðu til að mæla með því, svona í framhjáhlaupi.
Á sunnudeginum, í gær, dóluðum við svo niður Landbrotið, í gegnum Meðallandið, yfir í Álftaver og þaðan til Reykjavíkur.
Æðislegt!
Og hvílík ferð. Veðrið frábært, landslagið stórbrotið og margvíslegt. Reyndar munum við hafa verið fyrsti hópurinn sem fer þessa leið þetta sumarið, sem ekki var mjög leiðinlegt að frétta. Leiðsögumaðurinn okkar var Vigfús Gíslason, Þorlákshafnarbúi úr Skaftártungunum sem gengið hefur þarna þvers og kruss um dali og hálsa og eyðisanda, vissi allt sem vita þarf og miklu meira. Auk þess að vera skemmtilegur félagi.
Gistum svo aðfararnótt sunnudagsins á Hótel Laka í Landbroti. Ég sé raunar ástæðu til að mæla með því, svona í framhjáhlaupi.
Á sunnudeginum, í gær, dóluðum við svo niður Landbrotið, í gegnum Meðallandið, yfir í Álftaver og þaðan til Reykjavíkur.
Æðislegt!
2.7.2007 | 13:40
Að vera ekki starfinu vaxin
"Haldiði kjafti og borgiði", sagði hún, efnislega, talskona Já símafyrirtækisins í fréttunum í gær, þegar hún var spurð um skýringu á liðlega hundrað prósent hækkun á gjöldum fyrir birtingu á sérupplýsingum í símaskránni. Sjaldan hefur maður séð jafn skíran holdgerfing fyrirlitningar á viðskiptavinunum hjá fulltrúa fyrirtækis. Meira að segja forstjórar olíufélaganna þóttust bera hag viðskiptavinanna fyrir brjósti.
Svo er það náttúrlega svona útúrdúrspæling: Er ég einn um að hafa það á tilfinningunni að einkavæðing ríkisfyrirtækjanna hafi lítið annað haft í fjör með sér en margföldun á verði þjónustunnar?
Svo er það náttúrlega svona útúrdúrspæling: Er ég einn um að hafa það á tilfinningunni að einkavæðing ríkisfyrirtækjanna hafi lítið annað haft í fjör með sér en margföldun á verði þjónustunnar?
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Af mbl.is
Innlent
- Brotist inn í fjölda bifreiða
- Hödd Vilhjálmsdóttur stefnt fyrir meiðyrði
- Lögregla varar við hættu eftir að eldar kviknuðu
- Myndir: 75 metra hár borgarísjaki blasti við áhöfninni
- Svart af síld út af Norðurlandi
- Ójafnræði og forræðishyggja
- Viðhaldsskuld 15% af landsframleiðslu
- Brúarskóli enn starfandi á BUGL þrátt fyrir lokun
- Innkalla hvítvín: Aðskotahlutur í flösku
- Niðurlægjandi ástand og móðgun við notendur
Erlent
- Pólverjar pakka í vörn: Hækka í 4,8%
- Tveir látnir eftir umferðarslys
- Ellefta aftaka ársins í Flórída
- Cook í mál við Trump
- Pútín verður að hefja friðarviðræður
- Lagði á ráðin um árás á mosku
- Sjöföldun hatursorðræðu í garð gyðinga
- Leita enn byssumanns sem myrti tvo lögreglumenn
- Rannsakað sem hryðjuverk og hatursglæpur
- Vilja hafa stærsta landherinn í Evrópu
Fólk
- Íslendingar vekja athygli í Kaupmannahöfn
- Eins og Ferrari á 220 km hraða
- Enginn er síðri öðru sinni
- Börn Nip/Tuck-leikara í bílnum þegar hann ók drukkinn
- Hryllingsveisla undir yfirborði jarðar
- Yfirvigt kynhlutverkanna
- Billy Corgan sendir þakkir til Íslendinga
- Breskur prestur þykir aðeins of heitur
- Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
- Austurstræti fær nýtt líf
Íþróttir
- Frakkar byrja með látum í riðli Íslands
- Liverpool mætir Real og Inter Arsenal leikur við Inter og Bayern
- Þurfti liðsheild til að stöðva Tryggva Hlinason
- FH Þróttur R. kl. 18, bein lýsing
- Tindastóll Víkingur R. kl. 18, bein lýsing
- Elías hélt hreinu og fer í deildarkeppnina
- Úr grunngildum og í örvæntingarleik
- Gaman að kasta nokkrum boltum í körfuna
- Minn versti leikur í íslensku treyjunni
- Framlengir í Kópavogi
Viðskipti
- Ágætur rekstur á fyrri hluta ársins segir forstjóri Hampiðjunnar
- Síldarvinnslan hagnast um 1,7 milljarða á fyrri árshelmingi
- Forstjóri Brims ósáttur við afkomuna
- Rekstrarlegur ávinningur sjáist fljótt
- Fjölmennt á fundi Kompaní
- Ný stjórn tekin við hjá FVH
- Ásgeir ráðinn framkvæmdastjóri Reykjavík Fintech
- Útflutningur gæti aukist um tugi milljarða króna á næstu árum
- Stefna sjóðsins er skýr
- Eigandi segir stöðu Vélfags erfiða