Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
31.12.2008 | 16:37
Heimsmet í hræsni
Gefa 85 milljónir dala til palestínskra flóttamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 16:14
Einangrum Ísrael
Það er auðséð af framgangi mála að enn einu sinni er verið að brjóta niður innviðina í samfélagi Palestínumanna; sprengja í loft upp aðsetur stjórnvalda og lögreglustöðvar, skóla og sjúkrahús. Útpælt og þrælskipulagt. Einn fullkomnasti her heimsins gegn herlausri þjóð sem í vanmætti sínum reynir að sporna gegn yfirgangi hernámsveldis.
Ég endurtek það sem ég sagði í bloggi hér fyrir neðan; Íslendingar eiga að hafa forgöngu um einangrun Ísraelsríkis í samfélagi siðaðra þjóða. Engin viðskipti við þessa þjóð, engin samskipti á sviði menningar, ekki taka þátt í mótum þar sem lið frá Ísrael taka þátt; hunsa þessa þjóð. Þannig tókst að einangra Suður-Afríku á sínum tíma; þannig er hægt að einangra Ísrael ef einhver alvara er á bak við hneyksunarorðin.
Neita að hætta árásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2008 | 12:43
Fordæmum fjöldamorðin; mætum á fundinn á Lækjartorgi í dag kl. 16,00
Það fór eins og mig grunaði og ég hef skrifað um áður; alþjóðasamfélagið bregst núna eins og alltaf þegar Ísraelsríki fremur fjöldamorð á Palestínumönnum. Jafnvel núna, þegar Ísrael hefur meira að segja farið framúr sjálfu sér í morðum á óbreyttum borgurum og hyggst halda ótrautt áfram. Þjóðarleiðtogar "lýsa yfir áhyggum sínum af ástandinu". Ef eitthvert annað ríki ætti hér hlut að máli væri búið að samþykkja fordæmingu í Öryggisráði Sþ, jafnvel hóta viðskiptabanni og frystingu inneigna í erlendum bönkum. En Ísraelsríki er friðhelgt undir verndarvæng Bandaríkjanna og afskiptaleysi Evrópusambandsins. Kvartettinn svokallaði er bara sjúklegur brandari sem ekki er ætlað annað hlutverk en sýndarmennsku.
Suður-Afríka var á sínum tíma einangruð með viðskiptabanni, sem fól í sér banni við hvers konar samskiptum við ríkið; menningarlegum og viðskiptalegum, þ. á m. var landið útilokað frá íþróttamótum. Þannig tókst að brjóta aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans á bak aftur. Hvers vegna ættum við ekki að nota þessa aðferð við Ísraelsríki?
Ríkisstjórn Íslands ætti að móta sér þá stefnu að hinn siðmenntaði heimur hafnaði á sama hátt samskiptum við Ísrael. Hún ætti að kynna þessa stefnu sínu á alþjóðavettvangi og afla henni fylgis. Að hafa áhyggjur gerir ekkert, en sú skilyrðislausa fordæming sem samskiptabann við Ísrael hefði í för með sér gæti vakið nauðsynlegt umtal.
Í dag kl. 16,00 heldur Félagið Ísland-Palestína útifund á Lækjartorgi til að mótmæla grimmdarverkum Ísraelsmanna á Gazasvæðinu. Mætum þar og sýnum í verki þá fyrirlitningu sem við höfum á hryðjuverkum Ísraelsríkis.
24.12.2008 | 17:01
Gleðileg jól, - og kosningar í vor!
Eigum við ekki að strengja þess heit að stefna að því að leitast verði við (svo allir fyrirvarar séu notaðir) að kosið verði til Alþingis í vor. Í maí. Tilkynnum kjördag í endaðan febrúar. Þá liggi fyrir að fullu hver viðfangsefni komandi missera verði í uppbyggingu nýs Íslands. Þá geta flokkarnir hver um sig, eða einhverjir í sameiningu, lagt fram galopna og gegnsæa áætlun um hvernig þeir hyggjast vinna úr vandamálunum. Þar með verður lokið tíma lýðskrums og upphrópana og flokkarnir verða að taka sig saman í andlitinu og leggja fram sínar tillögur. Og kjósendur fá að velja þa leið sem þeir vilja fara, - með þeim flokki eða flokkum sem þeir treysta til starfsins. Þetta gildir auðvitað líka um hugsanleg ný framboð.
Svo mætti gjarnan nota tækifærið og leggja fram hugmyndir um breytt skipulag á stjórnkerfinu. Til dæmis að skerpa skilin á milli löggjafarþingsins og framkvæmdavaldsins. Þingmenn segi af sér þingmennsku verði þeir ráðherrar eða - og það er ekki síðra skipulag - að sóttir verði hæfir menn út í samfélagið til að gegna ráðherraembættum. Og svo framvegis, og svo framvegis.
Fínt að eyða jólunum við bóklestur og svona pælingar. GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI!
23.12.2008 | 22:36
Ráðherraskipti? Nei takk!
Er hún ekki á villigötum þessi umræða um ráðherraskipti, a.m.k. sá hluti hennar sem snýr að Samfylkingunni? Jón Gunnarsson, "týndi þingmaðurinn", setti fram þá kröfu að Björgvin G. og Þórunn Sveinbjarnar láti af ráðherradómi. Ástæðan? Þau hafa sett fram þá skoðun að kosningar gætu verið æskilegar á næsta ári. Þessi krafa Jóns á svo arfavitlausu forsendum hefur síðan endurómað í gagnrýnislitlum fjölmiðlum.
(Innan sviga verður að halda því til haga að það þykir ekki við hæfi að ráðherrar hafi skoðun á þeim málum sem eru í umræðunni á hverjum tíma, a.m.k. eru sjálfstæðismenn óskaplega viðkvæmir gagnvart þeim ósið Samfylkingarráðherra að lýsa skoðunum sínum. Þeir (sjálfstæðismenn altso) eru orðnir svo viðkvæmir að farið er að nálgast viðkvæmni framsóknarmanna á síðustu misserum síðustu ríkisstjórnar.)
Það er alveg hugsanlegt að rétt hefði verið af Björgvin G. að segja af sér við hrun bankakerfisins. Ekki vegna þess að hann prívat og persónulega væri sekur um embættisafglöp af neinu tagi, heldur til að axla ábyrgð sem ráðherra bankamála. Líklega hefði hann þá stigið til hliðar með sóma og staðið sterkari eftir. En ég segi "hugsanlega" og er ekki sannfærður um að þetta hefði verið rétt skref; er eiginlega frekar vaklandi í málinu. Að minnsta kosti teldi ég að ef ráðherra bankamála hefði axlað sín skinn vegna hrunsins þá hefði ráðherra fjármála orðið að gera það líka, annað hefði verið fráleitt. En ég teldi það fráleitt að skipta Björgvin út núna. Of langt er liði frá hruninu og brottvikning hans úr embætti hefði aðeins á sér yfirbragð kattarþvottar; slíkt væri í besta falli aðhlátursefni.
Að setja Þórunni Sveinbjarnardóttur til hliðar væri fullkomið glapræði. Þórunn er fyrsti umhverfisráðherrann sem ég man eftir sem hefur borið hag umhverfisins - náttúrunnar - fyrir brjósti. Sem er akkúrat það sem þessi ráðherra á að gera. Í fyrsta sinn hafa stóriðjufurstar og virkjanagreifar orðið að lúta leikreglum. Þeir hafa vissulega verið fúlir og þá ekki síður íbúar þeirra svæða sem töldu sig geta gengið áhyggjulaust að virkjunum og verksmiðjubyggingum heima í héraði. Þannig að Þórunn hefur ekki verið að afla sér eintómra vinsælda alls staðar, en það er heldur ekki hlutverk ráðherra. Þeir eiga að sjá svo um að farið sé eftir lögum og leikreglum, og það hefur Þórunn gert með sóma.
22.12.2008 | 18:11
Alþjóðsamfélagið mun bregðast sem fyrr
Ísraelar leita stuðnings við hernað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 18:48
Ómerkingar við ritstjórn
Þegar Reynir Traustason reynir að ljúga sig út úr vandræðum sínum og bera rangar sakir á fyrrum blaðamann sinn, afhjúpar hann sitt rétta eðli. Og sonurinn er bersýnilega ekki föðurbetrungur í þessum málum. Þeir eiga auðvitað ekki að vera við stjórn á dagblaði, nema það hafi þá viðmiðun að verða íslensk útgáfa af sneplum á borð við bresku Star, Mail og önnur slík. Sé það metnaðurinn hefur þeim tekist vel upp. Þeir stýra blaði sem er á góðri leið með að fara á hausinn vegna þessarar stefnu.
Breyttur leiðari DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum