Leita í fréttum mbl.is

Málfrelsið er til sölu

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með afstöðu vinstrigrænna til tillögu allra hinna um að breyta þingsköpum Alþingis, einna helst takmarkaðri ræðutíma en nú tíðkast. Prívat og persónulega er ég frekar andstæður þröngum takmörkunum á ræðutíma þingmanna; lít svo á að þingmenn eigi að geta tjáð sig eins og þeir þurfa um þau málefni sem til umræðu eru. Tek þó undir að 15 mínútur eigi að duga nokkuð vel til rökstuðnings í flestum málum, ekki síst þegar menn geta síðan talað í eins margar fimm mínútur og þeir vilja við 2. umræðu. En mótbárur VG-ista formgerðust þó aðallega í setningunni "málfrelsið er ekki til sölu". Af fréttum gat ég aldrei séð eða heyrt að einhver hefði gert tilboð í málfrelsið, en svona setningar hljóma flott í fréttatímum og sýna einarða og grjótharða afstöðu hugsjónamannsins.

Svo kom Steingrímur Joð í viðtal í gær, í Kastljósi minnir mig. Hjá honum kom fram að vinstrigrænir væru ekki tilbúnir til að standa með öllum hinum í þessu máli, - nema til kæmu aukin áhrif þeirra á stjónun og starf þingsins. Þá væru þeir til viðtals um þær breytingar á þingsköpum sem hinir vildu.

Málfrelsið er sem sagt til sölu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það er ekki leyfilegt samkvæmt frumvarpinu að tala í eins margar 15 mínútur og menn vilja. Fyrst fimmtán, síðan fimm.

Pétur Þorleifsson , 4.12.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Þakka þér ábendinguna Pétur; að vísu stigsmunur en ekki eðlis.

Haukur Már

Haukur Már Haraldsson, 4.12.2007 kl. 08:52

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Finnst þér að mál eins og Kárahnjúkavirkjun eða vatnalög hafi ekki verðskuldað lengri ræður en upp á korter ?

Pétur Þorleifsson , 4.12.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband