Leita í fréttum mbl.is

Óhugnanlegur hugsanagangur

Nú er verið að mynda nýja ríkisstjórn og maður ætti að vera brosandi hringinn. En þá koma fréttir eins og þessi um Magnús Örn í Borgarhjólum. Sem hefur sett miða á gluggann hjá sér þar sem hann segir að "júðar" séu óvelkomnir. Segir aðspurður að sér hafi verið illa við júða í mörg ár.

Nú veit ég ekkert um þennan mann, en þessi hugsanaháttur færir mann í huganum aftur til síðari heimsstyrjaldar og þeirrar viðurstyggðar sem nasistar iðkuðu við "þjóðernishreinsanir" sínar. Þar voru það "júðar" sem var reynt að útrýma, markvisst og af einurð.

Vonandi eru þeir ekki margir sem hugsa svona á 21. öldinni.

En um leið og gyðingahatur er fordæmt er rétt að minna á að það eru ráðamenn í gyðingaríkinu Ísrael sem hafa verið iðnastir við að framleiða gyðingahatara undanfarin ár, með hryðjuverkum sínum gagnvart íbúum Palestínu. Þeir eru nefnilega býsna margir sem verða ekki bara andsnúnir Ísraelsríki heldur líka gyðingum almennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óhugnanleg frétt.  Niðurdragandi.  En getur maður nokkuð vitað hvort fréttin stenst eður ei miðað við fjölmiðilinn sem birti hana?  Kannski bara slúður.  Ég veit það ekki.  Ef það væri þannig að gert væri þannig upp á milli fólks væri verið að brjóta mannréttindi.

EE (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:50

2 identicon

Það eru líka umræður um Gyðingahatur í gangi núna undir:

Tökum á Gyðingahatri

eftir Baldur Kristjánsson

EE (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband