Leita í fréttum mbl.is

Loksins stjórn sem gefur von!

Þá er nýja stjórnin loksins orðin að veruleika henni virðast fylgja góðar óskir og vonir meirihluta landsmanna. Jóhanna Sigurðar í forsætisráðherrastól er auðvitað tær snilld; enginn efast um heiðarleika hennar, réttsýni og umhyggju fyrir þeim sem á þessum tímum þurfa mest á stuðningi að halda. Svo er hún forkur dugleg. Í ráðuneyti hennar mætir hún fyrst á morgnana og fer síðust á kvöldin. Ég heyrði raunar haft eftir einum starfsmanni Félagsmálaráðuneytisins að menn væru þar útkeyrðir vegna vinnuálags. Frábært núna, þegar slá þarf í og hraða vinnunni. Á sama hátt er skemmtilegt að verða vitni að því þegar nýtt fólk kemur utanfrá og sest í ráðherrastóla sem sérfræðingar á sínu sviði.

Það var auðséð á hógværum Steingrími Joð að hann hefur nú áttað sig á að þegar flokkur fer í stjórnarsamstarf þarf hann stundum að gera málamiðlanir, nokkuð sem hann hefur ekki gefið mikið fyrir þegar aðrir flokkar eiga í hlut. En rak sig á núna, eins og sjá má á verkefnalistanum.

Næsta vika verður bersýnilega viðburðarík í íslenskum þjóðmálum. Frumvörpum um hagsbætur ætti að rigna yfir Alþingi og vonandi fær nú almenningur á nýjan leik trú á að í framtíðinni gæti leynst von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband