1.2.2009 | 20:56
Framkvæmda en ekki málefna
Það var skemmtilegt að verða vitni að því í dag, þegar Þorgerður Katrín staðfesti að það hefði verið tregða Sjálfstæðismanna til framkvæmda sem sprengdi síðustu ríkisstjórn. Þegar hún var spurð í sjónvarps- og hljóðvarpsviðtölum um skoðun sína á málefnasamningi - eða verkefnalista - nýrrar ríkisstjórnar, sagði hún að þar væru eintóm málefni sem hefðu verið á málefnaskrá síðustu stjórnar. "Þarna er ekkert nýtt", sagði hún, "sem sýnir okkur að það var ekki málefnaágreiningur sem sprengdi ríkisstjórnina." Nefnilega! Það var, eins og Samfó hefur haldið fram, tregða Sjálfstæðismanna til að framkvæma málefnin sem sprengdi stjórnina. Ekki málefnaágreiningur, heldur framkvæmdaágreiningur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Athugasemdir
"Allar tillögur sem sendar voru til Sjálfstæðisflokksins hurfu inn í svarthol og komu aldrei út aftur" er lýsing ráðherra Samfylkingarinnar á síðustu vikum stjórnarsamstarfsins.
Soffía Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.