28.3.2009 | 18:54
Samstaða á Samfylkingarfundi og freudisk mismæli Sigurðar Kára
Það var gaman að vera á landsfundi Samfylkingarinnar í gær og í dag. Verður vonandi ekki síður gaman á morgun. Því miður varð ég að fylgjast með í gegnum netið heima hjá mér eftir klukkan fjögur, aðstæðna vegna, en ræðan hennar Jóhönnu var ekkert síðri í tölvunni en á gólfinu í Smáranum. Hins vegar vantaði auðvitað andrúmsloftið og að geta kinkað kolli í hrifningu til vina og flokkssystkina og klappað almennilega. Sama með ræðu þeirra varaformannsframbjóðenda, Árna Páls og Dags. Annar þeirra hlaut að sigra en báðir tóku þeir niðurstöðunni á flottan hátt. Og nýr varaformaður flokksins er glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar í forystunni.
Í rauninni er þessi landsfundur búinn að vera sérlega skemmtilegur. Dálítið mikið af biðröðum reyndar; biðröð til að láta skrá sig, biðröð til að komast í kaffi og önnur til að komast á matinn. Og ótrúlega löng biðröð til að geta kosið. Þetta er eiginlega alveg ný reynsla; í mínum gamla flokki voru ekki svona miklar og langar biðraðir. Við höfðum ekki mannskap í þær! Þetta fylgir sennilega stórum flokkum. Svo fara fram mjög skemmtilegar umræður í svona biðröðum.
Það sem mönnum fannst einna skemmtilegast í biðröðunum í dag var að ræða um yndisleg ummæli Sigurðar Kára sjálfstæðisþingmanns í einhverjum fjölmiðli í gær, þegar hann sagði að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga í Evrópusambandið væri að þá myndi "Sjálfstæðisflokkurinn missa yfirráð yfir auðlindum sínum". Sumir höfðu á orði að þarna hefði eitthvað freudískt verið á ferðinni; enn ein sönnun þess að flokkur og þjóð væru eitt í hugum sjálfstæðismanna.
Í rauninni er þessi landsfundur búinn að vera sérlega skemmtilegur. Dálítið mikið af biðröðum reyndar; biðröð til að láta skrá sig, biðröð til að komast í kaffi og önnur til að komast á matinn. Og ótrúlega löng biðröð til að geta kosið. Þetta er eiginlega alveg ný reynsla; í mínum gamla flokki voru ekki svona miklar og langar biðraðir. Við höfðum ekki mannskap í þær! Þetta fylgir sennilega stórum flokkum. Svo fara fram mjög skemmtilegar umræður í svona biðröðum.
Það sem mönnum fannst einna skemmtilegast í biðröðunum í dag var að ræða um yndisleg ummæli Sigurðar Kára sjálfstæðisþingmanns í einhverjum fjölmiðli í gær, þegar hann sagði að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga í Evrópusambandið væri að þá myndi "Sjálfstæðisflokkurinn missa yfirráð yfir auðlindum sínum". Sumir höfðu á orði að þarna hefði eitthvað freudískt verið á ferðinni; enn ein sönnun þess að flokkur og þjóð væru eitt í hugum sjálfstæðismanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Af mbl.is
Innlent
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.