Leita í fréttum mbl.is

Samstaða á Samfylkingarfundi og freudisk mismæli Sigurðar Kára

Það var gaman að vera á landsfundi Samfylkingarinnar í gær og í dag. Verður vonandi ekki síður gaman á morgun. Því miður varð ég að fylgjast með í gegnum netið heima hjá mér eftir klukkan fjögur, aðstæðna vegna, en ræðan hennar Jóhönnu var ekkert síðri í tölvunni en á gólfinu í Smáranum. Hins vegar vantaði auðvitað andrúmsloftið og að geta kinkað kolli í hrifningu til vina og flokkssystkina og klappað almennilega. Sama með ræðu þeirra varaformannsframbjóðenda, Árna Páls og Dags. Annar þeirra hlaut að sigra en báðir tóku þeir niðurstöðunni á flottan hátt. Og nýr varaformaður flokksins er glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar í forystunni.
Í rauninni er þessi landsfundur búinn að vera sérlega skemmtilegur. Dálítið mikið af biðröðum reyndar; biðröð til að láta skrá sig, biðröð til að komast í kaffi og önnur til að komast á matinn. Og ótrúlega löng biðröð til að geta kosið. Þetta er eiginlega alveg ný reynsla; í mínum gamla flokki voru ekki svona miklar og langar biðraðir. Við höfðum ekki mannskap í þær! Þetta fylgir sennilega stórum flokkum. Svo fara fram mjög skemmtilegar umræður í svona biðröðum.
Það sem mönnum fannst einna skemmtilegast í biðröðunum í dag var að ræða um yndisleg ummæli Sigurðar Kára sjálfstæðisþingmanns í einhverjum fjölmiðli í gær, þegar hann sagði að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga í Evrópusambandið væri að þá myndi "Sjálfstæðisflokkurinn missa yfirráð yfir auðlindum sínum". Sumir höfðu á orði að þarna hefði eitthvað freudískt verið á ferðinni; enn ein sönnun þess að flokkur og þjóð væru eitt í hugum sjálfstæðismanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband