Leita í fréttum mbl.is

Ekki ræða Bjarna, ekki Þorgerðar Katrínar, bara Davíðs

Yfirklórsræða Geirs Haarde, þegar hann andæfði ummælum Davíðs í endemisræðunni voru veikburða. Enda beindust hún aðeins að því sem Davíð hafði sagt um Evrópuúttektina og Vilhjálm Egilsson. Ekki orð um dónaskap og aulahúmor í garð þeirra sem standa utan Sjálfstæðisflokksins. Það sem eftir stendur hins vegar er sú augljósa staðreynd að þessa landsfundar verður í framtíðinni ekki minnst fyrir ræðu Bjarna Ben, ekki heldur fyrir hvatningarræðu Þorgerðar Katrínar. Hans verður minnst sem landsfundarins þegar Davíð hélt Ræðuna. Og hugsanlega eiga einhverjir sálfræðilegir og félagslegir pælendur eftir að benda á það siðferðisstig sem Davíðstíminn leiddi Sjálfstæðisflokkinn á og lýsti sér í því að þrjú þúsund kjörnir fulltrúar flokksmanna skellihlógu þegar ræðumaðurinn óskaði þess að arftaki hans í stóli seðlabankastjóra væri með alzheimer.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Í fullri sanngirni þá verða menn að skoða orð Davíðs um Alzheimer sem týpískan brandara um minnisleysi. Maður segir stundum ,,ég held að ég sé komið með light alzheimer" þegar maður gleymir einhverju o.s.frv. Það hefði kannski farið betur að segja minnisglöp eða light alzheimer svo eftir á. Auðvitað voru sjálfstæðismenn ekki að óska þess að seðlabankastjóri væri með þennan hryllilega sjúkdóm, guð hjálpi okkur, en ef menn vilja snúa út úr þá hafa þeir fullan rétt á því. Það er nú marg sem sagt hefur verið um forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem ég ætla ekki að hafa eftir.

Jón Baldur Lorange, 30.3.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband