Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ríkisstjórn í gislingu

Á þetta að vera trikkið; að hver og einn þingmaður Framsóknarflokksins geti haft úrslitavald um það hvort mál ríkisstjórnarinnar komist í gegnum nefndir og þing. Ætli Sigmundur Davíð hafi hannað þessa atburðarás?
mbl.is Vilja fresta seðlabankaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert lært, öllu gleymt

Það var uppörvandi að hlusta - og horfa - á Sigurð Kára í Kastljósinu í gærkvöldi. Það er þó að minnsta kosti eitthvað sem er stöðugt og óumbreytanlegt í lífinu, hvað sem líður efnahagslegum kollveltum og ólgu. Ráð Sigga Kára voru þau sömu og hann - og hinir frjálshyggjugaurarnir - hefur verið að gefa um nokkurt árabil: Skera niður í ríkisútgjöldum, leggja niður opinberar stofnanir. (Sinnti að vísu ekki spurningum um hvort það myndi ekki auka atvinnuleysi.) Alls ekki hækka skatta, bara skera niður opinbera þjónustu; heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið. Skatta á þá sem eiga peninga og/eða eru á hærri launum en meðaljóninn? Alls ekki, það eru ekki þeir sem eiga að leggja að mörkum til samfélagsins! Blessaður drengurinn; hefur tekist að komast í gegnum hamfarir undanfarinna missera með lokað og læst fyrir öll skilningarvit; ekkert lært og öllu gleymt.

Framkvæmda en ekki málefna

Það var skemmtilegt að verða vitni að því í dag, þegar Þorgerður Katrín staðfesti að það hefði verið tregða Sjálfstæðismanna til framkvæmda sem sprengdi síðustu ríkisstjórn. Þegar hún var spurð í sjónvarps- og hljóðvarpsviðtölum um skoðun sína á málefnasamningi - eða verkefnalista - nýrrar ríkisstjórnar, sagði hún að þar væru eintóm málefni sem hefðu verið á málefnaskrá síðustu stjórnar. "Þarna er ekkert nýtt", sagði hún, "sem sýnir okkur að það var ekki málefnaágreiningur sem sprengdi ríkisstjórnina." Nefnilega! Það var, eins og Samfó hefur haldið fram, tregða Sjálfstæðismanna til að framkvæma málefnin sem sprengdi stjórnina. Ekki málefnaágreiningur, heldur framkvæmdaágreiningur.

Loksins stjórn sem gefur von!

Þá er nýja stjórnin loksins orðin að veruleika henni virðast fylgja góðar óskir og vonir meirihluta landsmanna. Jóhanna Sigurðar í forsætisráðherrastól er auðvitað tær snilld; enginn efast um heiðarleika hennar, réttsýni og umhyggju fyrir þeim sem á þessum tímum þurfa mest á stuðningi að halda. Svo er hún forkur dugleg. Í ráðuneyti hennar mætir hún fyrst á morgnana og fer síðust á kvöldin. Ég heyrði raunar haft eftir einum starfsmanni Félagsmálaráðuneytisins að menn væru þar útkeyrðir vegna vinnuálags. Frábært núna, þegar slá þarf í og hraða vinnunni. Á sama hátt er skemmtilegt að verða vitni að því þegar nýtt fólk kemur utanfrá og sest í ráðherrastóla sem sérfræðingar á sínu sviði.

Það var auðséð á hógværum Steingrími Joð að hann hefur nú áttað sig á að þegar flokkur fer í stjórnarsamstarf þarf hann stundum að gera málamiðlanir, nokkuð sem hann hefur ekki gefið mikið fyrir þegar aðrir flokkar eiga í hlut. En rak sig á núna, eins og sjá má á verkefnalistanum.

Næsta vika verður bersýnilega viðburðarík í íslenskum þjóðmálum. Frumvörpum um hagsbætur ætti að rigna yfir Alþingi og vonandi fær nú almenningur á nýjan leik trú á að í framtíðinni gæti leynst von.


Höfundur

Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson
Óforbetranlegur áhugamaður um stjórnmál og félagslegt réttlæti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband