Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
23.2.2009 | 12:42
Ríkisstjórn í gislingu
Vilja fresta seðlabankaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 07:46
Ekkert lært, öllu gleymt
1.2.2009 | 20:56
Framkvæmda en ekki málefna
1.2.2009 | 20:48
Loksins stjórn sem gefur von!
Þá er nýja stjórnin loksins orðin að veruleika henni virðast fylgja góðar óskir og vonir meirihluta landsmanna. Jóhanna Sigurðar í forsætisráðherrastól er auðvitað tær snilld; enginn efast um heiðarleika hennar, réttsýni og umhyggju fyrir þeim sem á þessum tímum þurfa mest á stuðningi að halda. Svo er hún forkur dugleg. Í ráðuneyti hennar mætir hún fyrst á morgnana og fer síðust á kvöldin. Ég heyrði raunar haft eftir einum starfsmanni Félagsmálaráðuneytisins að menn væru þar útkeyrðir vegna vinnuálags. Frábært núna, þegar slá þarf í og hraða vinnunni. Á sama hátt er skemmtilegt að verða vitni að því þegar nýtt fólk kemur utanfrá og sest í ráðherrastóla sem sérfræðingar á sínu sviði.
Það var auðséð á hógværum Steingrími Joð að hann hefur nú áttað sig á að þegar flokkur fer í stjórnarsamstarf þarf hann stundum að gera málamiðlanir, nokkuð sem hann hefur ekki gefið mikið fyrir þegar aðrir flokkar eiga í hlut. En rak sig á núna, eins og sjá má á verkefnalistanum.
Næsta vika verður bersýnilega viðburðarík í íslenskum þjóðmálum. Frumvörpum um hagsbætur ætti að rigna yfir Alþingi og vonandi fær nú almenningur á nýjan leik trú á að í framtíðinni gæti leynst von.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum