Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 09:01
Ekki ræða Bjarna, ekki Þorgerðar Katrínar, bara Davíðs
Yfirklórsræða Geirs Haarde, þegar hann andæfði ummælum Davíðs í endemisræðunni voru veikburða. Enda beindust hún aðeins að því sem Davíð hafði sagt um Evrópuúttektina og Vilhjálm Egilsson. Ekki orð um dónaskap og aulahúmor í garð þeirra sem standa utan Sjálfstæðisflokksins. Það sem eftir stendur hins vegar er sú augljósa staðreynd að þessa landsfundar verður í framtíðinni ekki minnst fyrir ræðu Bjarna Ben, ekki heldur fyrir hvatningarræðu Þorgerðar Katrínar. Hans verður minnst sem landsfundarins þegar Davíð hélt Ræðuna. Og hugsanlega eiga einhverjir sálfræðilegir og félagslegir pælendur eftir að benda á það siðferðisstig sem Davíðstíminn leiddi Sjálfstæðisflokkinn á og lýsti sér í því að þrjú þúsund kjörnir fulltrúar flokksmanna skellihlógu þegar ræðumaðurinn óskaði þess að arftaki hans í stóli seðlabankastjóra væri með alzheimer.
28.3.2009 | 18:54
Samstaða á Samfylkingarfundi og freudisk mismæli Sigurðar Kára
Það var gaman að vera á landsfundi Samfylkingarinnar í gær og í dag. Verður vonandi ekki síður gaman á morgun. Því miður varð ég að fylgjast með í gegnum netið heima hjá mér eftir klukkan fjögur, aðstæðna vegna, en ræðan hennar Jóhönnu var ekkert síðri í tölvunni en á gólfinu í Smáranum. Hins vegar vantaði auðvitað andrúmsloftið og að geta kinkað kolli í hrifningu til vina og flokkssystkina og klappað almennilega. Sama með ræðu þeirra varaformannsframbjóðenda, Árna Páls og Dags. Annar þeirra hlaut að sigra en báðir tóku þeir niðurstöðunni á flottan hátt. Og nýr varaformaður flokksins er glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar í forystunni.
Í rauninni er þessi landsfundur búinn að vera sérlega skemmtilegur. Dálítið mikið af biðröðum reyndar; biðröð til að láta skrá sig, biðröð til að komast í kaffi og önnur til að komast á matinn. Og ótrúlega löng biðröð til að geta kosið. Þetta er eiginlega alveg ný reynsla; í mínum gamla flokki voru ekki svona miklar og langar biðraðir. Við höfðum ekki mannskap í þær! Þetta fylgir sennilega stórum flokkum. Svo fara fram mjög skemmtilegar umræður í svona biðröðum.
Það sem mönnum fannst einna skemmtilegast í biðröðunum í dag var að ræða um yndisleg ummæli Sigurðar Kára sjálfstæðisþingmanns í einhverjum fjölmiðli í gær, þegar hann sagði að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga í Evrópusambandið væri að þá myndi "Sjálfstæðisflokkurinn missa yfirráð yfir auðlindum sínum". Sumir höfðu á orði að þarna hefði eitthvað freudískt verið á ferðinni; enn ein sönnun þess að flokkur og þjóð væru eitt í hugum sjálfstæðismanna.
Í rauninni er þessi landsfundur búinn að vera sérlega skemmtilegur. Dálítið mikið af biðröðum reyndar; biðröð til að láta skrá sig, biðröð til að komast í kaffi og önnur til að komast á matinn. Og ótrúlega löng biðröð til að geta kosið. Þetta er eiginlega alveg ný reynsla; í mínum gamla flokki voru ekki svona miklar og langar biðraðir. Við höfðum ekki mannskap í þær! Þetta fylgir sennilega stórum flokkum. Svo fara fram mjög skemmtilegar umræður í svona biðröðum.
Það sem mönnum fannst einna skemmtilegast í biðröðunum í dag var að ræða um yndisleg ummæli Sigurðar Kára sjálfstæðisþingmanns í einhverjum fjölmiðli í gær, þegar hann sagði að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga í Evrópusambandið væri að þá myndi "Sjálfstæðisflokkurinn missa yfirráð yfir auðlindum sínum". Sumir höfðu á orði að þarna hefði eitthvað freudískt verið á ferðinni; enn ein sönnun þess að flokkur og þjóð væru eitt í hugum sjálfstæðismanna.
28.3.2009 | 18:35
Í tötrum Gróu á Leiti
Ég hlustaði á landsfundarræðu Davíðs Oddssonar á netinu áðan. Þvílik niðurlæging! Maðurinn, fyrrum einn áhrifamesti stjórnmálaforingi þjóðarinnar og orðlagður ræðumaður, hefði svo auðveldlega getað kvatt sviðið með reisn, stigið niður með krafti og kyngi. En hann kaus hlutverk hins hefnigjarna geðvonskupúka, sem dreifir uppnefnum og gróusögum um mótherja sína til að upphefja sjálfan sig og hlutverk sitt í sögunni. Tókst reyndar líka að móðga eftirminnilega samherja sína vegna Evrópuskýrslunnar. Hann gat sumsé valið sér þann kost að stíga stæltur af sviðinu en kaus að staulast af því í tötrum Gróu frá Leiti. Slúðurberinn afhjúpaði sjálfan sig.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum