Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
23.10.2007 | 09:07
Lögbundið kynferði?
Í alvöru talað; er ekki svona hystería dálítið hallærisleg?
23.10.2007 | 08:25
Frelsi, jafnrétti og . . . systkinalag
Ástæðan er orðalag í nýju biblíuþýðingunni. Einhverjir kunnugir kynnu að benda á að það sæti síst á mér að brúka munn yfir orðalagi í biblíunni, en hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á þessu riti út frá trúmálum þá er hitt staðreynd að textinn er á köflum ansi góður. En nú er m.a. búið að þynna hann út með hliðsjón af kyngreiningu. Kæru bræður heitir nú kæru systkin. Þetta finnst mér taka slagkraftinn úr ávarpinu. Þynna það. Og ber að viðurkenna á þessum tímapunkti að ég kann hvorki grísku né hebresku og hef aldrei litið frumtextann augum.
Segir ekki í góðri bók að Bergþóra hafi verið drengur góður? Í öllum bænum ekki hleypa málfarslögreglunni í Njálu. Hvernig myndi sú útkoma vera; Bergþóra var fín stelpa?
Og gamla góða baráttuópið um frelsi, jafnrétti og bræðralag, hvernig færi fyrir því?
3.10.2007 | 15:29
Nei takk, ekki einkarekin fangelsi
Ef það er eitthvað sem íslenskt réttarkerfi þarf ekki á að halda eru það einkarekin fangelsi. Þetta hefur verið reynt annars staðar, svo sem í Bandaríkjunum og ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni lesið jákvæða dóma um slík fangelsi. Enda varla von til þess að slíkar stofnanir séu reknar með uppbyggingu þeirra sem þar eru vistaðir fyrir augum. Tilgangur fyrirtækja er að skila arði og það er einmitt mergurinn málsins í því sem maður hefur séð um svona einkarekin fangelsi að þar bitnar sparnaður í rekstri gjarnan á aðbúnaði og meðferð á föngunum.
Allur samanburður við Verndarheimilið í teigunum er út í hött; það er áfangaheimili, þar sem fangar fá tækifæri til að stunda vinnu og aðlaga sig samfélaginu áður en afplánun lýkur. Það hefur vissulega stífar reglur en er alls ekki fangelsiþ
Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum