Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
28.6.2007 | 13:34
Fínt framtak hjá Ingibjörgu Sólrúnu
Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2007 | 10:02
Flísalögn og hagleiksbörn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 09:52
Nýr kafli í blekkingarsögunni miklu
Já, það fór sem við var að búast. Sendiboði Bush og Ísraels tekinn til starfa við að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Sáttasemjari verður að vera einhver sem þeir treysta sem eiga í deilum. Tony Blair hefur ekki traust neinna nema Bush og Ísraelsmanna; Rússarnir létu til leiðast þótt tregir væru, arabaleiðtogar treysta honum ekki og jafnvel Evrópusambandið lýsti yfir efa um skipunina, hafandi þó tekið virkan þátt í að skipuleggja hörmungar palestínsku þjóðarinnar. Nýr kafli er að hefjast í blekkingarsögunni miklu; nú getur Ísrael haldið áfram að múra inni þorp og byggðir Palestínumanna, eyðileggja akra, reisa ólöglegar landránsbyggðir og hrekja Palestínumenn af heimilum sínum án þess að hafa áhyggjur af áliti heimasbyggðarinnar. Hvílík smán fyrir hinn svokallaða siðmenntaða heim. Svo erum við að troða okkar siðferði upp á aðra heimshluta.
Man annars einhver eftir því lengur að Ísrael er hernámsríki? Og hvaða alþjóðalög og reglur það eru sem gilda um samskipti hernámsþjóðar og þeirra sem hernumdir eru?
26.6.2007 | 15:52
Fáránleg hugmynd en verður áreiðanlega ofaná
Arabar ekki hrifnir af Tony Blair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2007 | 10:29
Útskriftarferðir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 10:13
Frábær helgi í Tjaldanesi
22.6.2007 | 09:44
Jónsmessuhátíð Leirbekkinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 09:42
Fín grein hjá Stefáni Jóni
Steinunn Valdís boðaði grein um þetta sama efni, - endalok R-listans, - í viðtali við Moggann um daginn; ég er áreiðanlega ekki einn um að bíða í ofvæni.
18.6.2007 | 18:33
Af hverju ekki bara biðja beint?
18.6.2007 | 10:12
Hræsni og hryðjuverk
Olmert og Bush með böggum hildar af áhyggjum vegna ástandsins á Gaza og Vesturbakkanum. Eymingjans hróin, skilja auðvitað ekkert í öllum þessum látum í fólkinu. Kannski þeir ættu að spyrja hana Condy.
Í alvöru talað; hve lengi á að lepja upp hræsnina og yfirdrepsskapinn sem lekur út úr þessum mönnum? Olmert segist ætla að afhenda Abbas og nýju stjórninni hans nokkur hundruð milljóna dollara sem voru frystir til að "Hamas kæmi ekki höndum yfir þá"! Hamas kæmi ekki höndum yfir?! Og þetta er birt athugasemdalaust eins og það sé allt í þessu fína. Voru þetta ekki peningar sem heyrðu til Palestínsku þjóðinni? Og hverjir eru lýðræðislega kjörnir til forystu í Palestínu í fullkomlega heiðarlegum kosningum, að allra mati? Hamas. Og er þá ekki frysting þessara fjármuna hreinn og klár þjófnaður? Að sjálfsögðu.
Staðreyndin er sú að með því að neita að afhenda réttkjörnum yfirvöldum Palestínsku þjóðarinnar þá fjármuni sem þeim bar, hafa ísraelsk yfirvöld leitt slíkar hörmungar yfir palestínsku þjóðina að ekkert orð annað en hryðjuverk nær yfir þetta athæfi og afleiðingar þess. Það dapurlega er að það afl sem við Íslendingar erum í raun þátttakendur í hefur tekið þátt í þessum hryðjuverkum; Evrópusambandið hefur ekki aðeins stutt aðgerðir Ísraelsmanna heldur bætt um betur með því að draga til baka alla aðstoð við þessa herteknu og hrjáðu þjóð.
Norðmenn stigu rétt skref með því að viðurkenna þjóðstjórnina sálugu, þótt ekki væri hún svosem þjóðkjörin. Vonandi lætur nýi utanríkisráðherrann ekki sitja við orðin tóm heldur kemur á almennilegu og heiðarlegu sambandi við Palestínu.
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum