Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.3.2009 | 09:01
Ekki ræða Bjarna, ekki Þorgerðar Katrínar, bara Davíðs
28.3.2009 | 18:54
Samstaða á Samfylkingarfundi og freudisk mismæli Sigurðar Kára
Í rauninni er þessi landsfundur búinn að vera sérlega skemmtilegur. Dálítið mikið af biðröðum reyndar; biðröð til að láta skrá sig, biðröð til að komast í kaffi og önnur til að komast á matinn. Og ótrúlega löng biðröð til að geta kosið. Þetta er eiginlega alveg ný reynsla; í mínum gamla flokki voru ekki svona miklar og langar biðraðir. Við höfðum ekki mannskap í þær! Þetta fylgir sennilega stórum flokkum. Svo fara fram mjög skemmtilegar umræður í svona biðröðum.
Það sem mönnum fannst einna skemmtilegast í biðröðunum í dag var að ræða um yndisleg ummæli Sigurðar Kára sjálfstæðisþingmanns í einhverjum fjölmiðli í gær, þegar hann sagði að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga í Evrópusambandið væri að þá myndi "Sjálfstæðisflokkurinn missa yfirráð yfir auðlindum sínum". Sumir höfðu á orði að þarna hefði eitthvað freudískt verið á ferðinni; enn ein sönnun þess að flokkur og þjóð væru eitt í hugum sjálfstæðismanna.
28.3.2009 | 18:35
Í tötrum Gróu á Leiti
23.2.2009 | 12:42
Ríkisstjórn í gislingu
Vilja fresta seðlabankaumræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 07:46
Ekkert lært, öllu gleymt
1.2.2009 | 20:56
Framkvæmda en ekki málefna
1.2.2009 | 20:48
Loksins stjórn sem gefur von!
Þá er nýja stjórnin loksins orðin að veruleika henni virðast fylgja góðar óskir og vonir meirihluta landsmanna. Jóhanna Sigurðar í forsætisráðherrastól er auðvitað tær snilld; enginn efast um heiðarleika hennar, réttsýni og umhyggju fyrir þeim sem á þessum tímum þurfa mest á stuðningi að halda. Svo er hún forkur dugleg. Í ráðuneyti hennar mætir hún fyrst á morgnana og fer síðust á kvöldin. Ég heyrði raunar haft eftir einum starfsmanni Félagsmálaráðuneytisins að menn væru þar útkeyrðir vegna vinnuálags. Frábært núna, þegar slá þarf í og hraða vinnunni. Á sama hátt er skemmtilegt að verða vitni að því þegar nýtt fólk kemur utanfrá og sest í ráðherrastóla sem sérfræðingar á sínu sviði.
Það var auðséð á hógværum Steingrími Joð að hann hefur nú áttað sig á að þegar flokkur fer í stjórnarsamstarf þarf hann stundum að gera málamiðlanir, nokkuð sem hann hefur ekki gefið mikið fyrir þegar aðrir flokkar eiga í hlut. En rak sig á núna, eins og sjá má á verkefnalistanum.
Næsta vika verður bersýnilega viðburðarík í íslenskum þjóðmálum. Frumvörpum um hagsbætur ætti að rigna yfir Alþingi og vonandi fær nú almenningur á nýjan leik trú á að í framtíðinni gæti leynst von.
28.1.2009 | 14:25
Óhugnanlegur hugsanagangur
Nú er verið að mynda nýja ríkisstjórn og maður ætti að vera brosandi hringinn. En þá koma fréttir eins og þessi um Magnús Örn í Borgarhjólum. Sem hefur sett miða á gluggann hjá sér þar sem hann segir að "júðar" séu óvelkomnir. Segir aðspurður að sér hafi verið illa við júða í mörg ár.
Nú veit ég ekkert um þennan mann, en þessi hugsanaháttur færir mann í huganum aftur til síðari heimsstyrjaldar og þeirrar viðurstyggðar sem nasistar iðkuðu við "þjóðernishreinsanir" sínar. Þar voru það "júðar" sem var reynt að útrýma, markvisst og af einurð.
Vonandi eru þeir ekki margir sem hugsa svona á 21. öldinni.
En um leið og gyðingahatur er fordæmt er rétt að minna á að það eru ráðamenn í gyðingaríkinu Ísrael sem hafa verið iðnastir við að framleiða gyðingahatara undanfarin ár, með hryðjuverkum sínum gagnvart íbúum Palestínu. Þeir eru nefnilega býsna margir sem verða ekki bara andsnúnir Ísraelsríki heldur líka gyðingum almennt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 17:35
Hvíldu þig, Solla!
25.1.2009 | 17:26
Tekur Geir til hjá sér?
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- Vefsvæðið mitt Flest það sem máli skiptir um mig og mína
- Samfylkingin Flokkurinn sem máli skiptir
- Kennarasamband Íslands Heildarsamtök kennara
- Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins Vinnustaðurinn minn
- Upplýsingatækniskólinn Merkasti skólinn i Tækniskólanum
- Þróunarsamvinnustofnun Starfsemi Íslendinga með þróunarlöndum
Af mbl.is
Innlent
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga